website softwareArctic
lögfræðiþjónusta

- þitt skatta- og lögfræðisvið

ARCTIC LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA

þitt skatta- og lögfræðisvið

Um okkur

Arctic lögfræðiþjónusta veitir sérhæfða lögfræðiþjónustu í tengslum við skatta, fjármál og rekstur fyrirtækja á mismunandi sviðum efnahagslífsins. Sérfræðingar okkar veita sér í lagi þjónustu á sviði skatta- og félagaréttar, en sérfræðingar okkar hafa þeir yfir að ráða áralangri reynslu af hvers konar ráðgjöf og hagsmunagæslu á umræddum sviðum fyrir fyrirtæki, sveitafélög og einstaklinga, ásamt því að hafa starfað hjá til margra ára hjá skattyfirvöldum og sinnt kennslu á umræddum sviðum.

Á grunni þekkingar og reynslu aðstoða sérfræðingar okkar stjórnendur, starfsmenn, hluthafa eða ráðgjafa fyrirtækja, þ.m.t. endurskoðendur, við að komast hjá óvæntum útgjöldum, t.a.m. í formi skattgreiðslna, málaferla og/eða skaðabóta, og tryggja þannig viðskiptavinum okkar skilvirkni, fyrirsjáanleika og hagkvæmni.

Styrkur fyrirtækjaþjónustu Arctic lögfræðiþjónustu felst einna helst í góðri samvinnu sérfræðinga Arctic lögfræðiþjónustu við endurskoðendur og fjármálaráðgjafa, en á þeim grunni getur Arctic lögfræðiþjónusta aðstoðað félög og fyrirtæki af öllum stærðum á sviði fjármála og rekstrar með víðtækum hætti. Með okkar þjónustu og samvinnu getum við aðstoðað viðskiptavini og deilt reynslu okkar við að leysa fyrirliggjandi vandamál og/eða bent á hugsanleg tækifæri til að skapa viðskiptamönnum okkar verðmæti í flóknu umhverfi atvinnulífsins.

Eintaklingsþjónusta Arctic lögfræðiþjónustu veitir einstaklingum persónulega þjónustu á ýmsum sviðum lögfræðinnar sem sniðin er að þörfum hvers og eins. Þar má t.d. nefna verjendastörf, skattamál, svo sem skattframtalsgerð, ráðgjöf og skjalagerð á sviði samninga- og kröfuréttar og aðstoð í sifjamálum, þ.m.t. forsjár- og umgengnismála, gerð erfðaskráa, sambúðarsamninga og kaupmála.

VAKTSÍMI LÖGMANNA

Ef erindið er brýnt vinsamlega hafðu samband við lögmenn stofunnar  í síma 661 1191 utan skrifstofutíma. 

HVAÐ SEGJA OKKAR VIÐSKIPTAVINIR?

 • "Sérfræðingur Arctic lögmannsstofu hefur veitt okkur dýrmæta og vandaða ráðgjöf við úrlausnir lagatæknilegra vandamála, endurskipulagningu á rekstri og gætt hagsmuna okkar í hvívetna af fagmennsku og festu. Við höfum mjög góða reynslu af þeirri þjónustu sem þeir bjóða og okkar reynsla er sú að þar sé veitt úrvals þjónusta þar sem fagmennska er í fyrirrúmi.”

  Jón Hermannsson
  Framkvæmdastjóri 
 • “Við höfum leitað aðstoðar sérfræðinga Arctic lögfræðiþjónustu vegna fjölmargra verkefna í gegnum tíðina. Við höfum ávallt verið mjög ánægð með þá þjónustu sem okkur hefur verið veitt. Get fullyrt að við munum halda áfram að leita til þeirra þegar spurningar vakna eða vandamál koma upp. Getum óhikað mælt með þeirra þjónustu.

  Kristmundur Stefán
  Framkvæmdastjóri
 • “Ég leitaði eftir aðstoð vegna umgengnis- og tengdra fjölskyldumála hjá Jakobi Björgvin, lögmanni Arctic lögmanna. Hefur hann veitt mér ómælda leiðsögn og aðstoð í gegnum erfiðan tíma. Ég get án efa mælt með þjónustu þeirri sem boðin er hjá Arctic lögmönnum þegar kemur að umgengnis- og forræðismálum.”

  Aðalsteinn Arnar
  Faðir 

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR TIL AÐ TRYGGJA ÞÉR REGLULEGT FRÉTTABRÉF ARCTIC LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTU 

Takk fyrir að skrá þig á póstlista Arctic lögfræðiþjónustu!

ÞJÓNUSTUAÐILI
Arctic lögfræðiþjónusta

SKRIFSTOFA / ADDRESS
Skútuvogi 1a (2. hæð - fyrir ofan Sindra)
104 Reykjavík

ÁBYRGÐARAÐILI

Arctic lögmannsstofa slf.
Kt./Id. 700516-0400
VSK númer: 124985
English: Arctic Legal Services slf.

TENGILIÐUR / CONTACTS

Tölvupóstur / Email: arl@arl.is

Sími / Phone: +354 445 5545

GSM / Mobile: +354 661 1191


SAMSTARFSAÐILAR

Takk kærlega fyrir skilaboðin / Thanks for contacting us.

FYLGIST MEÐ OKKUR