bootstrap modal

Námskeið um skattalega hagræðingu við endurskipulagningu rekstrar - álitamál, áhættur og úrræði

eftir Jakob Björgvin - skrifað 8. mars 2017

Jakob Björgvin Jakobsson, lögmaður hjá Arctic lögfræðiþjónusta, heldur námskeið um skattalega hagræðingu við endurskipulagningu rekstrar hjá Endurmenntun Háskóla Íslands fimmtudaginn 23. mars n.k. kl. 09:00-12:00. 

Á námskeiðinu verður leitast við að auka innsýn í skattaleg sjónarmið sem mikilvægt er að hafa í huga við endurskipulagningu rekstrar þannig að varast megi aukin eða óvænt útgjöld í formi skattgreiðslna.


Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

  • Skattaleg álitaefni í tengslum við endurskipulagningu fyrirtækja.
  • Stefnumarkandi fordæmi í skattamálum við endurskipulagningu rekstrar, þ.m.t. túlkanir skattyfirvalda, stefnumarkandi dóma og úrskurði yfirskattanefndar.


Ávinningur námskeiðisins:

  • Aukin þekking á skattalegu umhverfi við endurskipulagningu rekstrar.
  • Auknar líkur á því að hagkvæmari leiðir séu valdar til að ná settum markmiðum með því að lágmarka skattgreiðslur innan ramma skattalaganna.
  • Auknir möguleikar á að koma í veg fyrir tjón vegna veittrar þjónustu til viðskiptavina.
  • Innsýn í fordæmi skattyfirvalda, dóma, úrskurði og bindandi álit sem hafa fordæmisgefandi áhrif á skattframkvæmd.


Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir þá sem veita ráðgjöf og þjónustu á sviði skattamála, þ.m.t. endurskoðendur, viðskiptafræðinga, lögmenn og þá sem vinna við bókhald, uppgjör og skattskil. Jafnframt er námskeiðið ætlað stjórnendum og fjármálastjórum. Þá getur námskeiðið nýst lánardrottnum, hluthöfum og einstaklingum í rekstri.


Skráning á námskeiðið og nánari upplýsingar má sjá á síðu EHÍ:

https://www.endurmenntun.is/namskeid/stakt-namskeid?courseID=122V17&n=skattaleg-hagraeding-vid-endurskipulagningu-rekstrar-alitamal-ahaettur-og-urraedi 

Jakob Björgvin Jakobsson, hdl.

Jakob Björgvin Jakobsson er starfandi lögmaður og eigandi Arctic lögfræðiþjónustu sem m.a. sérhæfir sig í ráðgjöf og hagsmunagæslu á sviði skattamála, þ.m.t. verjendastörfum vegna skattalagabrota (skattsvika). Áður starfaði Jakob, frá árinu 2010 fram á vor 2016, á skatta- og lögfræðisviði Deloitte. Áður en hann gekk til liðs við Deloitte starfaði hann m.a. hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins og skattstjóranum í Reykjavík. Samhliða starfi sínu hjá Deloitte var Jakob fulltrúi hjá Sköttum og ráðgjöf ehf., lögmannsstofu Garðars Valdimarssonar, hrl., frá árinu 2013 fram til ársins 2015, og frá 2015 til vors 2016 hjá Lögviti ehf. – lögmannsstofu.


Jakob sér um kennslu nokkurra námskeiða hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Þá sinnir hann kennslu í skattahluta til prófs fyrir viðurkennda bókara og hefur haldið fjölmörg námskeið og fyrirlestra fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir á sviði skattamála.

Deildu þessu með öðrum:

ÞJÓNUSTUAÐILI
Arctic lögfræðiþjónusta

SKRIFSTOFA / ADDRESS
Skútuvogi 1a (2. hæð - fyrir ofan Sindra)
104 Reykjavík

ÁBYRGÐARAÐILI

Arctic lögmannsstofa slf.
Kt./Id. 700516-0400
VSK númer: 124985
English: Arctic Legal Services slf.

TENGILIÐUR / CONTACTS

Tölvupóstur / Email: arl@arl.is

Sími / Phone: +354 445 5545

GSM / Mobile: +354 661 1191


SAMSTARFSAÐILAR

Takk kærlega fyrir skilaboðin / Thanks for contacting us.