Jakob Björgvin Jakobsson, lögmaður og eigandi hjá Arctic lögfræðiþjónusta, heldur námskeið þar sem farið verður yfir lagaleg viðfangsefni stjórnarmanna hluta- og einkahlutafélaga og veitt yfirsýn yfir helstu ákvæði laganna. Námskeið um hlutverk og skyldur stjórnarmanna
bootstrap modal popup

Námskeið um hlutverk og skyldur stjórnarmanna

eftir Jakob Björgvin - skrifað 2. október 2017

Jakob Björgvin Jakobsson, hdl. og eigandi Arctic lögfræðiþjónustu, heldur námskeið um hlutverk og skyldur stjórnarmanna hjá Endurmenntun Háskóla Íslands miðvikudaginn 8. nóvember n.k. kl. 16:15-19:15.

Á þessu námskeiði verður farið yfir lagaleg viðfangsefni stjórnarmanna hluta- og einkahlutafélaga og veitt yfirsýn yfir helstu ákvæði laganna. Áhersla verður á hagnýta nálgun, bæði hvað varðar viðfangsefni og starfsemi félaga. Þá verður farið yfir helstu lagareglur sem gilda um refsiábyrgð stjórnarmanna.

Námskeiðið nýtist öllum þeim sem sitja í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga, bera ábyrgð á rekstri fyrirtækis og vilja bæta yfirsýn sína á lagalegum viðfangsefnum stjórnenda og stjórnarmanna.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

- Helstu ákvæði laga um einkahlutafélög og hlutafélög sem varða lagaleg viðfangsefni stjórnarmanna. 

- Hagnýta þætti í tengslum við skyldur, heimildir, ábyrgð og hlutverk stjórnarmanna.

- Skaðabótaskyldu og refsiábyrgð stjórnarmanna.

- Sértækar reglur laga um hlutafélög og einkahlutafélög.

Ávinningur námskeiðisins:

- Aukin innsýn inn í fjölmörg viðfangsefni stjórnarmanna. 

- Þekking á meginatriði löggjafar er varða skyldur, heimildir, ábyrgð og hlutverk stjórnarmanna.

- Heildarsýn á mikilvæga og hagnýta þætti sem varða stjórnarmenn og starfsemi félaga.

- Möguleiki á að dýpka skilning og þekkingu á starfsumhverfi stjórnarmanna.

- Færni og þekking sem nýtist í starfi, bæði sem ráðgjafi og/eða í stjórnum fyrirtækja.

- Innsýn í fordæmi dómstóla og hagnýta framkvæmd.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir starfandi stjórnarmenn, stjórnendur fyrirtækja og aðra stjórnendur. Það hentar einnig þeim sem hafa áhuga á að bæta við þekkingu sína eða rifja upp skyldur og ábyrgð stjórna, s.s. endurskoðendur og lögmenn.

Skráning á námskeiðið og nánari upplýsingar má sjá á síðu EHÍ:

https://www.endurmenntun.is/namskeid/stakt-namskeid?courseID=150H17


Jakob Björgvin Jakobsson, hdl.

Jakob Björgvin Jakobsson er starfandi lögmaður og eigandi Arctic lögfræðiþjónustu sem m.a. veitir þjónustu á sviði félaga- og fyrirtækjaréttar, þ.m.t. aðstoð við undirbúning hluthafafunda og hluthafasamninga, aðstoð við stjórnenda fyrirtækja við gerð hvers kyns samninga, endurskipulagningu félaga og við samruna og yfirtökur. Áður starfaði Jakob, frá árinu 2010 fram á vor 2016, á skatta- og lögfræðisviði Deloitte. Áður en hann gekk til liðs við Deloitte starfaði hann m.a. hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins og skattstjóranum í Reykjavík. Samhliða starfi sínu hjá Deloitte var Jakob fulltrúi hjá Sköttum og ráðgjöf ehf., lögmannsstofu Garðars Valdimarssonar, hrl., frá árinu 2013 fram til ársins 2015, og frá 2015 til vors 2016 hjá Lögviti ehf. – lögmannsstofu.

Jakob sér um kennslu nokkurra námskeiða hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Þá sinnir hann kennslu í skattahluta til prófs fyrir viðurkennda bókara og hefur haldið fjölmörg námskeið og fyrirlestra fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir á sviði skattamála.

Deildu þessu með öðrum:

ÞJÓNUSTUAÐILI
Arctic lögfræðiþjónusta

SKRIFSTOFA / ADDRESS
Skútuvogi 1a (2. hæð - fyrir ofan Sindra)
104 Reykjavík

ÁBYRGÐARAÐILI

Arctic lögmannsstofa slf.
Kt./Id. 700516-0400
VSK númer: 124985
English: Arctic Legal Services slf.

TENGILIÐUR / CONTACTS

Tölvupóstur / Email: arl@arl.is

Sími / Phone: +354 445 5545

GSM / Mobile: +354 661 1191


SAMSTARFSAÐILAR

Takk kærlega fyrir skilaboðin / Thanks for contacting us.