bootstrap button

Fallist á kröfu umgengnisforeldris um heimild til að sækja barnið með aðstoð yfirvalda og hugleiðingar um skyldur íslenskra stjórnvalda í þessu sambandi

eftir Jakob Björgvin - skrifað 31. janúar 2017

Héraðsdómur Norðurlands eystra kvað upp úrskurð í dag þar sem fallist var á kröfur umbjóðanda Arctic lögfræðiþjónustu um heimild til að knýja fram umgengni með aðför, þ.e. heimild til að sækja barnið með aðstoð yfirvalda ef með þarf og færa barnið til hans. Jakob Björgvin Jakobsson hdl. var lögmaður gerðarbeiðanda, sem er umgengnisforeldri, í málinu. 


Nánar um úrskurðinn og forsendur

Í barnalögunum er gert ráð fyrir að héraðsdómur geti, að kröfu þess sem rétt á til umgengni við barn, heimilað að henni verði komið á með aðfarargerð ef forsjármaður tálmar umgengni þrátt fyrir úrskurð um dagsektir og fjárnám fyrir þeim.

Í máli þessu hafði móðir barnsins, sem forsjáraðili, ítrekað tálmað umgengni við barnið, allt frá árinu 2014. Til þess að koma á umgengni þurfti umbjóðandi okkar að tæma hvert og eitt þrep í hinu langa ferli stjórnkerfisins, en í úrskurðinum kemur m.a. eftirfarandi fram:

„Fyrir liggur að gerðarbeiðandi lagði fljótlega eftir samvistarslitin fram beiðni hjá sýslumanni í heimabyggð, í október mánuði 2014, um að ákvarðað yrði um umgengni hans við drenginn og þá vegna ágreinings aðila þar um. Eftir gagnaöflun og málsmeðferð úrskurðaði sýslumaður um ágreininginn þann 21. desember 2015. Var sá úrskurður að lokum staðfestur efnislega með úrskurði Innanríkisráðuneytisins þann 23. júní 2016. 

Áður rakin málsgögn bera þess merki að veruleg togstreita hafi verið með aðilum undanfarin ár um umgengni sonar þeirra. Aðilar hafa jafnan útskýrt sjónarmið sín í greinargerðum, en að auki hafa þeir lagt fram umbeðin vottorð og skilríki og þá ekki síst gerðarbeiðandi. 

Lögfest er að sýslumanni beri að taka ákvarðanir sínar að virtum gögnum og eftir því sem barni er fyrir bestu. 

Málsgögn lágu samkvæmt framansögðu öll fyrir þegar sýslumaður og Innanríkisráðuneytið úrskurðuðu um kröfu gerðarbeiðanda um umgengni, í lok árs 2015 og í júní 2016. Hið sama gilti þegar sýslumaður úrskurðaði um dagsektargreiðslur gerðarþola hinn 25. apríl 2016 vegna umgengistálmana hennar, og ennfremur við fjárnám sýslumanns, þann 20. október sl., vegna ógreiddra dagsekta. Gerðin reyndist árangurslaus.

Samkvæmt framansögðu hafa allir úrskurðir stjórnvalda fallið gerðarbeiðanda í vil."


Ú R S K U R Ð A R O R Ð: 

Gerðarbeiðanda, A, er heimilt með beinni aðfarargerð að fá drenginn tekinn úr umráðum gerðarþola, B, þannig að umgengni geti farið fram samkvæmt úrskurði sýslumanns næstu sex mánuði eftir uppkvaðningu úrskurðar, í fyrsta sinn föstudaginn 10. febrúar 2017, og eftir atvikum í samræmi við aðra umgengni samkvæmt úrskurðinum.


Íslensk stjórnvöld eru ekki að uppfylla skyldur sínar skv. aðþjóðaskuldbindingum

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur nokkrum sinnum ítrekað að skv. 8. gr. mannréttindasáttmálans sé ríki skylt að hafa í lögum og beita raunhæfum og virkum úrræðum til að tryggja umgengnisrétt. Ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna styðja við þann rétt.

Efast má stórlega um að það að íslenska ríkið sé að uppfylla skyldur sýnar í þessu sambandi, enda er ljóst að umbj. okkar hefur með aðstoð okkar í meira en tvö ár reynt að tryggja barninu lögboðna umgengni án þess að íslenska ríkið hafi komið til aðstoðar með raunhæfum og virkum úrræðum til að tryggja umgengnisrétt.

Við þessu þurfa íslensk stjórnvöld að bregðast, en ef tekið er mið að nýsamþykktum stjórnarsáttmála má reikna með að athygli stjórnvalda sé að fara að beinast að þessum réttindindum. Jakob Björgvin Jakobsson, hdl.

Málefni barnaréttar hafa verið Jakob lengi hugleikin og hefur hann bæði veitt ráðgjöf og sinnt réttargæslu fyrir umbjóðendur fyrir dómstólum og á stjórnsýslustigi á sviði og barna- og fjölskylduréttar, þ.m.t. umgengnis- og forsjármálum.

Deildu þessu með öðrum:

ÞJÓNUSTUAÐILI
Arctic lögfræðiþjónusta

SKRIFSTOFA / ADDRESS
Skútuvogi 1a (2. hæð - fyrir ofan Sindra)
104 Reykjavík

ÁBYRGÐARAÐILI

Arctic lögmannsstofa slf.
Kt./Id. 700516-0400
VSK númer: 124985
English: Arctic Legal Services slf.

TENGILIÐUR / CONTACTS

Tölvupóstur / Email: arl@arl.is

Sími / Phone: +354 445 5545

GSM / Mobile: +354 661 1191


SAMSTARFSAÐILAR

Takk kærlega fyrir skilaboðin / Thanks for contacting us.