Mobirise

ÁBYRGÐ MAKA Á VÖRSLUSKÖTTUM

eftir Jakob Björgvin - skrifað 15. júní 2016

BER MAKI ÁBYRGÐ VIRÐISAUKASKATTS- OG/EÐA TRYGGINGARGJALDSSKULD MAKA SEM STUNDAR SJÁLFSTÆÐAN ATVINNUREKSTUR?

Almennt bera hjón ekki ábyrgð á skuldum hvors annars Meginregla hjúskapalaga er sú að hvort hjóna ber ábyrgð á sínum skuldum og bera því annað hjóna ekki sjálfkrafa ábyrgð á þeim skuldbindingum sem hitt hefur stofnað til að bakað sér. Ber því almennt hvort hjóna ábyrgð á þeim skuldbindingum sem á því hvíla hvort sem þær hafa stofnast fyrir hjúskapinn eða síðar. Það er eins og í öðrum þáttum hjúskapar hægt að víkja frá þessum reglum með samningi á milli hjóna.


Hjón bera óskipta ábyrgð á greiðslum skatta

Mikilvæg undantekning á þessari reglu er að skattaskuldir eru á ábyrgð beggja aðila, en ákvæði 116. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, um samsköttun er undantekning frá meginreglunni um skipta skuldaábyrgð milli hjóna, en samkvæmt fyrrgreindu ákvæði tekjuskattslaga bera hjón óskipta ábyrgð á greiðslum skatta sem á þau eru lagðir og getur innheimtumaður ríkissjóðs gengið að hvoru hjóna um sig til greiðslu á sköttum þeirra beggja.

Hjón skila sameiginlegu framtali. Þegar um einstaklingsrekstur er að ræða er hann ekki skattlagður sérstaklega heldur er reksturinn skattlagður á kennitölu þess maka sem í atvinnurekstri er og bera því hjón sameiginlega ábyrgð á sköttum sem á eru lagðir samkvæmt framtalinu. Þar sem einstaklingsrekstur er ekki skattlagður sérstaklega bera hjón ábyrgð á sköttum einstaklingsrekstrarins. Gildir þessi ábyrgð áfram þrátt fyrir skilnað og/eða gjaldþrot.


Virðisaukaskatts- og tryggingargjaldsskuld í einkarekstri ekki á ábyrgð maka

Einstaklingar í atvinnurekstri leggja almennt á virðisaukaskatt á skattskyldar vörur eða þjónustu. Ber þeim þá að innheimta virðisaukaskatt af sölu sinni og skila þeim skatti til ríkissjóðs. Hefur virðisaukaskattur því verið nefndur vörsluskattur. Í þeim tilvikum er hins vegar ekki um að ræða álagðan skatt á einstaklinginn sjálfan heldur er sá skattur lagður á vöruna eða þjónustuna. Á sama hátt hefur tryggingagjald verið talið til vörsluskatta, en tryggingagjald er skattur sem launagreiðendum ber að greiða af greiddum launum, þ.m.t. af eigin reiknuðu endurgjaldi. Hafa vörsluskattar ekki verið taldir falla undir skattaskuldir samkvæmt 116. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

Þannig bera hjón ekki sameiginlega ábyrgð á skilum á vörslusköttum til ríkissjóðs, þ.m.t. virðisaukaskatti og tryggingagjaldi, og getur innheimtumaður ríkissjóðs því ekki gengið að eignum maka vegna þessara skulda.


Hafa ber hins vegar í huga að refsivert er að standa ekki skil á innheimtum vörslusköttum, en lögmenn Arctic lögfræðiþjónustu sérhæfa sig í réttargæslu í skattamálum, hvort sem það er í rannsóknum skattalagabrota eða vegna greiðslukröfu skattyfirvalda.

Deildu þessu með öðrum:

ÞJÓNUSTUAÐILI
Arctic lögfræðiþjónusta

SKRIFSTOFA / ADDRESS
Skútuvogi 1a (2. hæð - fyrir ofan Sindra)
104 Reykjavík

ÁBYRGÐARAÐILI

Arctic lögmannsstofa slf.
Kt./Id. 700516-0400
VSK númer: 124985
English: Arctic Legal Services slf.

TENGILIÐUR / CONTACTS

Tölvupóstur / Email: arl@arl.is

Sími / Phone: +354 445 5545

GSM / Mobile: +354 661 1191


SAMSTARFSAÐILAR

Takk kærlega fyrir skilaboðin / Thanks for contacting us.